styrkur_os_2011Úthlutað hefur verið rannsóknarstyrkjum úr Orkusjóði fyrir árið 2011.  Samtals var úthlutað 27,4 milljónum króna til 15 aðila.  Hæsti styrkurinn kom í hlut Valorku ehf; 4,2 milljónir króna, til 2. þróunaráfanga Valorka hverfilsins.  Úthlutunin fór fram í Þjóðmenningarhúsinu og afhentu Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Mörður Árnason formaður Orkuráðs styrkþegum staðfestingarskjöl.

Styrkurinn kemur sér sérlega vel fyrir þróunarstarf Valorku á þessum tíma, en án hans hefði áður fenginn styrkur Tækniþróunarsjóðs ekki nýst sem skyldi.  Með þessum tveimur styrkveitingum sýna stjórnvöld framsýni og skilning varðandi mikilvæga grein nýsköpunar.  Hinsvegar skortir enn verulega á að sami skilningur sé sýndur við rannsóknarstarf á sviði sjávarfallaorku, eins og fram kemur hér annarsstaðar á vefsíðunni.